Ljósmyndamaraþon hjá Eldhugum

4. apr. 2008

Í gær var ljósmyndamaraþon hjá Eldhugunum og unnu þeir með tvö þemu. Annars vegar það sem er skemmtilegt og áhugavert við Kópavog og hins vegar fordómar í samfélaginu. Fóru Eldhugarnir ásamt sjálfboðaliðum deildarinnar út á stúfana með myndavélar og tóku myndir í takt við þemun. Í næstu viku vinna Eldhugarnir svo enn frekar með myndirnar.

Eldhugar eru ungmenni á aldrinum 13-16 ára af íslenskum og erlendum uppruna sem hittast í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins á fimmtudögum kl. 17.30-19.00. Eldhugar vinna skemmtileg og skapandi verkefni sem miða að því að byggja betra samfélag án mismununar og fordóma. Unnið er með hugtök eins og vinátta, virðing og umburðarlyndi í gegnum ljósmyndun, leiklist, kynningar á erlendum menningarheimum og margt fleira. Sjálfboðaliðar Rauða krossins taka þátt í og stýra starfinu í samstarfi við fagfólk á ýmsum sviðum sem einnig gefur vinnu sína.

Áhugasamir sem vilja taka þátt í Eldhugum eru eindregið hvattir til að hafa samband við Kópavogsdeild Rauða krossins í síma 554 6626 eða á kopavogur@redcross.is.