Góð þátttaka á námskeiði í sálrænum stuðningi

8. apr. 2008

Kópavogsdeild hélt í gær námskeiðið Sálrænn stuðningur og var það vel sótt. Alls sátu fimmtán manns námskeiðið. Þátttakendurnir fræddust um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum. Þeir lærðu að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju.Viðfangsefnin voru meðal annars: Mismunandi tegundir áfalla, áhrif alvarlegra atvika á einstaklinginn, sálræn skyndihjálp, stuðningur við úrvinnslu alvarlegs atviks, sorg og sorgarferli.

Næst heldur Kópavogsdeild námskeið fyrir nýja heimsóknavini mánudaginn 21. apríl. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa áhuga á því að gerast heimsóknavinir og sinna heimsóknaþjónustu. Skráning og frekari upplýsingar um námskeiðið má finna með því að smella hér.