Fjórar vinkonur héldu páskaungasölu til styrktar Rauða krossinum

14. apr. 2008

Fjórar ungar vinkonur, Rakel, Diljá, Bryndís og Telma Dögg, seldu páskaunga fyrir páska við Nóatún í Furugrund. Þær bjuggu ungana til sjálfar úr könglum, pappír og gosflöskutöppum. Þessar framtakssömu ungu stelpur komu í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar í gær með afraksturinn, 1.284 kr., og afhentu hann til styrktar Rauða krossinum. Stelpurnar eru allar í 1. bekk í Snælandsskóla. Þökkum við þeim kærlega fyrir þetta framlag.

Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Fjársöfnun ungmenna rennur í sameiginlegan sjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.
 
Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í sjálfboðamiðstöðina alla virka daga á milli kl. 10-16.