Fatamarkaður!

16. apr. 2008

Kópavogsdeild Rauða krossins heldur fatamarkað föstudaginn 18. apríl kl. 14-18 og laugardaginn 19. apríl kl. 11-17  í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð. Nemendur MK í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf sjá um markaðinn og rennur allur ágóði hans til að styrkja ungmenni í Mósambík til mennta.

Seld verða notuð föt á konur, karla, ungmenni og börn ásamt alls kyns varningi og er verð á bilinu 300-1500 krónur.

Markmið áfangans er að nemendur kynnist sjálfboðnu starfi hjá Rauða krossi Íslands. Nemendur vinna sjálfboðið starf yfir önnina í samráði við kennara og Kópavogsdeild Rauða krossins. Meðal verkefna í boði eru aðstoð við aldraða og einmana, störf í Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða, og félagsstarf með ungum innflytjendum. Nemendur fá fræðslu um hugsjónir og störf Rauða kross hreyfingarinnar og sækja námskeið fyrir sjálfboðaliða.

Allir velkomnir og kaffi á könnunni!