Sjálfboðaliðagleði í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans

2. des. 2011

Í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans verður haldin hátíð mánudaginn 5. desember í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg 11 fyrir alla sjálfboðaliða Kópavogsdeildar. Hátíðin stendur yfir frá kl. 19.30-21.30 og verður margt góðra gesta. Við bjóðum meðal annars upp á upplestur, tónlistaratriði og söng. Einnig verða ljúffengar veitingar með jólalegu ívafi á boði. Þetta er kjörið tækifæri fyrir sjálfboðaliða deildarinnar til að hittast og skemmta sér saman á aðventunni.

Dagskrá:
Kl. 19.30 - Velkomin
Kl. 19.45 - Sjálfboðaliði heiðraður
Kl. 20.00 - Nemendur í Tónlistarskóla Kópavogs flytja nokkur lög
Kl. 20.20 – Kaffi, léttar veitingar í boði
Kl. 20.30 – Upplestur, Sigríður Víðis Jónsdóttir les upp úr bók sinni Ríkisfang: Ekkert
Kl. 21.00 – Sönghópurinn L&B Voices tekur nokkur lög
Kl. 21.30 - Happadrætti og dagskrálok

Sjálfboðaliðar deildarinnar sem ætla að mæta eru vinsamlega beðnir um að tilkynna þátttöku í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is.