Afhentu 8 milljónir í Hjálparsjóð

20. maí 2008

Á aðalfundir Rauða kross Íslands, sem haldinn var í Kópavogi um síðustu helgi, afhentu deildir á höfuðborgarsvæðinu 8 milljón króna framlag í Hjálparsjóð. Framlagið er hagnaður af fatasöfnunarverkefni deildanna og er þetta ekki í fyrsta skipti sem svo ríkulegt framlag rennur í Hjálparsjóð frá þessu verkefni. Frá stofnun fatasöfnunar árið 2000 hefur verkefnið skilað 24,5 milljónum í Hjálparsjóð og því ljóst að mikil verðmæti eru falin í þeim fatnaði sem til fellur á heimilum fólks.

Framlagið í Hjálparsjóð eru þó ekki einu verðmætin sem skapast í fatasöfnunni því vikulega fer fram úthlutun á fatnaði auk þess sem fatnaður er sendur til hjálparstarfs þegar þess er þörf. Sjálfboðaliðar Rauða krossins vinna mikið og óeigingjarnt verk í fatasöfnuninni jafnt í flokkunarstöðinni, úthlutun sem og Rauðakrossbúðunum. Ef þú hefur áhuga á að leggja verkefninu lið hafðu þá samband í síma 587-0900

Fulltrúar deilda á höfuðborgarsvæði sem koma að fatasöfnunarverkefninu ásamt framkæmdastjóra.
Notuðum fatnaði má skila á allar Sorpustöðvar í gáma sem merktir eru Rauða krossinum. Skila má inn allri vefnaðarvöru bæði heilli og slitinni. Allt er hægt að nýta á einhvern hátt og skapa þannig verðmæti.