Til hamingju með daginn, sjálfboðaliðar!

5. des. 2011

Í dag, 5. desember, er alþjóðadagur sjálfboðaliðans og í tilefni dagsins vill Kópavogsdeild Rauða krossins færa sjálfboðaliðum sínum bestu þakkir fyrir mikið og óeigingjarnt starf. Starf Rauða krossins er borið upp af sjálfboðnu starfi og án sjálfboðaliða gæti deildin ekki haldið úti öllum þeim verkefnum sem hún er að sinna og bjóða upp á. Störf sjálfboðaliða eru deildinni mikils virði og það er ómetanlegt fyrir okkur að eiga traustan hóp sjálfboðaliða að, án ykkar værum við ekki til. Til hamingju með daginn!

Kópavogsdeild fagnar alþjóðadegi sjálfboðaliðans með veglegri dagskrá í Rauðakrosshúsinu, Hamraborg 11 kl.19.30 á kvöld og vonumst við til að sjá sem flesta sjálfboðaliða deildarinnar.