Heimsóknavinir hittast á samveru

10. sep. 2008

Sjálfboðaliðar sem sinna heimsóknaþjónstu hjá deildinni hittust á samveru í sjálfboðamiðstöðinni í gær. Samverurnar eru haldnar annan þriðjudaginn í hverjum mánuði yfir vetrarmánuðina og þá hittast heimsóknavinir sem sinna sjálfboðnum störfum í Sunnuhlíð, á sambýlum aldraðra, í Dvöl og á einkaheimilum. Markmiðið með samverunun er að heimsóknavinirnir hittist, læri af reynslu hvers annars og eigi ánægjulega stund saman. Reglulega er boðið upp á ýmsa fræðslu, hópefli eða heimsóknir.

Heimsóknavinirnir rjúfa einsemd og félagslega einangrun fólks. Þeir veita félagsskap m.a. með því að spjalla, lesa fyrir viðkomandi, leika á hljóðfæri og fara í gönguferðir. Námskeið fyrir nýja heimsóknavini verður haldið hjá deildinni miðvikudaginn 17. september kl. 18.00. Á námskeiðinu er farið yfir heimsóknaþjónustuna og hlutverk heimsóknavina. Þá er saga Rauða krossins einnig kynnt sem og verkefni Kópavogsdeildar.

Þeir sem hafa áhuga á að sækja námskeiðið geta skráð sig HÉR.