Sjálfboðaliðar óskast til að Ganga til góðs laugardaginn 4. október

24. sep. 2008

Rauði krossinn þarf að minnsta kosti 2,500 sjálfboðaliða til að Ganga til góðs laugardaginn 4. október  svo að hægt sé að ná til allra heimila á landinu.

Við hvetjum fólk til að sameinast í hressandi göngu og stuðningi við gott málefni. Aðeins er gert er ráð fyrir að hver gangi í um 1-2 klukkustundir, eða eins lengi og hver og einn óskar.
 
Söfnunarféð rennur óskert til verkefnis Rauða krossins um sameiningu fjölskyldna í Kongó.  Það er því sérlega vel til þess fallið að Íslendingar noti tækifærið til að sameinast um að ganga til góðsog leggja sitt að mörkum til að sameina fjölskyldur á átakasvæðum.

Þeir sem ekki sjá sér fært að ganga eru beðnir að taka vel á móti sjálfboðaliðum Rauða krossins og vera með reiðufé tilbúið til að setja í baukinn.

Mikilvægt er að sem flestir skrái sig fyrirfram á  www.raudikrossinn.is, þar eru upplýsingar um söfnunarstöðvar á landsvísu. Nánari upplýsingar eru einnig veittar í síma 570 4000.

Það er von okkar að þú sjáir þér fært að ganga til góðs með okkur laugardaginn 4. október.