Bestu þakkir!

5. okt. 2008

Kópavogsdeild þakkar öllum þeim sjálfboðaliðum sem lögðu okkur lið í göngum til góðs. Þá þökkum við bæjarbúum fyrir góðar móttökur, framlag ykkar skiptir miklu máli.

Kynningarfundur um starfsemi Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands verður haldinn í sjálfboðamiðstöð deildarinnar í Hamraborg 11, 2 hæð, miðvikudaginn 8. október kl.18.

Áhugasamir eru eindregið hvattir til að mæta og  kynna sér verkefni deildarinnar.

Frekari upplýsingar um fundinn fást í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is