Nýr samstarfssamningur undirritaður um rekstur Dvalar

10. okt. 2008

Í gær var haldið upp á 10 ára afmæli Dvalar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir í Kópavogi. Yfir 100 manns tóku þátt í því að fagna þessum merka áfanga í safnaðarheimili Digraneskirkju. Þar voru mættir fulltrúar frá Félags- og tryggingamálaráðuneytinu ásamt landsskrifstofu Rauða kross Íslands, starfsfólk og gestir annarra athvarfa á höfuðborgarsvæðinu og að sjálfsögðu starfsfólk, gestir og sjálfboðaliðar Dvalar.

Einnig voru viðstaddir fulltrúar frá rekstraraðilum athvarfins, þ.e. Kópavogsdeildinni, Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi og Kópavogsbæ. Tækifærið var notað til að skrifa undir nýjan samstarfssamning þessara þriggja aðila um rekstur Dvalar. Samningurinn er til þriggja ára og tryggir áframhaldandi starfsemi athvarfsins.

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, færði Þórði Ingþórssyni, forstöðumanni Dvalar, gjöf fyrir hönd bæjarins.Þessi áfangi í sögu Dvalar var einnig notaður til að gefa út nýjan bækling og endurbæta heimasíðu athvarfsins. Síðan er hér til vinstri undir hlekknum Starf fyrir fólk með geðraskanir.  
 

 

 

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, færði Þórði Ingþórssyni, forstöðumanni Dvalar, gjöf fyrir hönd bæjarins.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Afmælisgestirnir skoðuðu handavinnu gesta Dvalar.