Svæðisfundur á höfuðborgarsvæði

15. okt. 2008

Svæðisfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu var haldinn í húsnæði Garðabæjardeildar í gær. Fulltrúar allra deilda á svæðinu sátu fundinn.

Að loknum hefðbundnum svæðisfundarstörfum (skýrslu formanns, kjöri á svæðisráði næsta árs og umræðum um fjárhags- og framkvæmdaáætlun) kynnti Anna Stefánsdóttir formaður Rauða krossins nýsamþykktar siðareglur félagsins.

Að lokum kynnti rekstrarstjórn Fatasöfnunar Rauða krossins stöðu mála í verkefninu. Fatasöfnunin gengur vel og hefur farið stigvaxandi ár frá ári. Fyrir helgi var opnuð ný verslun með notuð föt á Laugavegi 116. Þar mun einnig fara fram fataúthlutun einu sinni í viku. Þórir Guðmundsson, formaður rekstrarstjórnarinnar gekk úr stjórninni enda hefur hann hafið störf hjá félaginu. Í hans stað var Alda Jónsdóttir úr Hafnarfjarðardeild kosin. Einar Guðbjartsson úr Kjósarsýsludeild hætti sem formaður og í hans stað kom Katrín Matthíasdóttir úr Garðabæjardeild.

Svæðisráð á höfuðborgasvæði skipar þá:
Katrín Matthíasdóttir, Garðabæjardeild, formaður
Jóhannes Baldur Guðmundsson, Kjósarsýsludeild,
Guðfinna Guðmundsdóttir, Hafnarfjarðardeild,
Unnur Hjálmarsdóttir, Reykjavíkurdeild,
Garðar Guðjónsson, Kópavogsdeild,
Helga Einarsdóttir, Álftanesdeild,
Pálína Björk Matthíasdóttir, URKÍ.