Ungbarnanudd hjá Alþjóðlegum foreldrum

24. okt. 2008

Alþjóðlegir foreldrar hittast vikulega í sjálfboðamiðstöð deildarinnar og eiga skemmtilega stund saman með börnunum sínum. Reglulega er boðið upp á ýmiss konar fræðslu eða viðburði sem tengist annaðhvort ungabörnum eða innflytjendum á Íslandi. Alþjóðlegir foreldrar hafa til dæmis fengið fræðslu um starfsemi og þjónustu Alþjóðahúss, fengið kynningu á dagvistunarmálum og farið í Hreyfiland. Á dögunum tók svo einn þátttakandinn sig til og kenndi ungbarnanudd sem hún sjálf hafði lært nýlega. Foreldrarnir mynduðu hring á gólfinu eins og myndin sýnir og lærðu helstu handtökin við nuddið. Þetta vakti mikla gleði bæði hjá foreldrunum og börnunum og verður því eflaust endurtekið áður en langt um líður.

Alþjóðlegir foreldrar er hópur af íslenskum og erlendum foreldrum sem hittist á fimmtudögum kl. 10.00-11.30 í sjálfboðamiðstöð deildarinnar  með börnin sín á aldrinum 0-6 ára. Boðið er upp samverur þar sem reglulega fer fram stutt íslenskukennsla fyrir erlendu foreldrana og fjölbreyttar kynningar. Markmið verkefnisins er að rjúfa félagslega einangrun foreldra af erlendum uppruna og auðvelda aðlögun þeirra að íslensku samfélagi, þeim og fjölskyldum þeirra til heilla.