Siðareglur fyrir sjálfboðaliða og starfsmenn Rauða krossins

17. nóv. 2008

Stjórn Rauða kross Íslands samþykkti nýverið siðareglur fyrir alla sjálfboðaliða og starfsmenn Rauða kross Íslands og deilda. Reglurnar eru í níu liðum og fjalla meðal annars um samskipti fólks, trúnað við skjólstæðinga, öflun fjármuna og hagsmunaárekstra. Siðareglurnar eru settar í samræmi við ákvæði í stefnu félagsins.

Siðareglurnar eru birtar hér á vef Kópavogsdeildar og eru sjálfboðaliðar deildarinnar hvattir til að kynna sér þær vel. Telji einhver að starfsmaður eða sjálfboðaliði hafi með framkomu sinni eða hátterni brotið gegn reglunum er viðkomandi bent á að beina erindi sínu eftir atvikum til stjórnar eða starfsmanna deildarinnar.

Þá samþykkti stjórn félagsins á síðasta fundi sínum að skipa þriggja manna siðanefnd og setja henni vinnureglur. Brot á reglunum geta varðað brottvikningu úr félaginu.