Þú skiptir máli! - Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum

3. jan. 2012

Rauði krossinn í Kópavogi leitar að hópstjórum í verkefni á nýju ári.

Okkur vantar hópstjóra fyrir:
•    Heimsóknavini.
•    Heimsóknavini með hunda.
•    Sönghópa.
•    Fatabúðir.
•    Föt sem framlag.
•    Viltu tala meiri íslensku?
•    Ungmennastarf.

Við leitum að duglegu fólki sem hefur góðan tíma aflögu og vill gefa af sér. Hópstjórar bera ábyrgð á hluta framkvæmdar og eftirfylgni verkefnanna. Hlutverk hópstjóranna eru margvísleg en þeir þurfa að hafa leiðtogahæfileika og góða samstarfs-, skipulags- og samskiptahæfni.

Hópstjórarnir gegna sjálfboðnu starfi með hugsjónir Rauða krossins að leiðarljósi.

Nánari upplýsingar hjá Rauða krossinum í Kópavogi í síma 554 6626 eða á netfanginu kopavogur@redcross.is.