Undirbúningur í fullum gangi fyrir starf deildarinnar á nýju ári

7. jan. 2009

Sjálfboðamiðstöð deildarinnar hefur opnað aftur eftir jólafrí og nú er verið að undirbúa starf næstu mánaða. Fyrsta samvera Alþjóðlegra foreldra verður 15. janúar kl. 10, Enter-krakkarnir hittast aftur 21. janúar kl. 14 og Eldhugarnir 22. janúar kl. 17.30. Fyrsta prjónakaffið á nýju ári verður svo 28. janúar.

Þá verða ýmis námskeið í boði. Námskeið fyrir nýja heimsóknavini verður haldið 9. febrúar kl. 18-21 og námskeið í almennri skyndihjálp 9. mars kl. 18-22. Einnig verður boðið upp á námskeiðið Slys á börnum og Sálrænn stuðningur en dagsetningar verða auglýstar síðar hér á vefnum.

Heimsóknaþjónustan er á sínum stað og núna vantar sérstaklega sjálfboðaliða til að taka að sér vaktir á laugardögum í Dvöl, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir. Þeir sem vilja gerast heimsóknavinir eru eindregið hvattir til að hafa samband við deildina en einnig þeir sem vilja fá til sín heimsóknavin. Þá vantar sjálfboðaliða í önnur verkefni eins og Alþjóðlega foreldra og Enter.

Áhugasamir geta haft samband við deildina í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is.