Kjörnefnd tekur til starfa

9. jan. 2009

Stjórn Kópavogsdeildar samþykkti á fundi sínum þann 4. desember síðastliðinn að mynda þriggja manna kjörnefnd sem gera á tillögu um hverjir verði í kjöri í stjórn og varastjórn á aðalfundi deildarinnar 2009. Verkefni kjörnefndar er að undirbúa kosningar stjórnar- og skoðunarmanna í samræmi við lög félagsins og tryggja að nægilega margir hæfir einstaklingar verði í framboði til þess að fylla þau sæti sem laus eru.

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eða vilja tilnefna einhvern til setu í stjórn eða varastjórn deildarinnar eru vinsamlega beðnir um að senda inn tilnefningar með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. Nefndin tekur á móti tilnefningum til 25. janúar næstkomandi. Kosnir verða fjórir stjórnarmenn og einn í varastjórn.

Við ákvörðun um tilnefningar stjórnar- og varastjórnarmanna skal nefndin eftir því sem við verður komið taka mið af hæfni viðkomandi eintaklinga og gæta jafnvægis milli karla og kvenna, sbr. ákvæði 8. gr. starfsreglna deildarinnar. Kjörnefndina skipa Reynir Guðsteinsson, Rúna H. Hilmarsdóttir og Guðmundur Freyr Sveinsson.

Aðalfundur Kópavogsdeildar verður 25. febrúar nk.

Áhugasamir sendi inn tilnefningar hér.