Heimsóknaþjónusta til innflytjenda

23. jan. 2009

English version below.

Nýtt verkefni í heimsóknaþjónustu Kópavogsdeildar hefur farið af stað. Því er ætlað að ná til innflytjenda og koma í veg fyrir félagslega einangrun þeirra sem og auðvelda aðlögun þeirra að íslensku samfélagi. Verkefnið ber heitið Viltu tala meiri íslensku? og samanstendur af vikulegum samverum innflytjenda og íslenskra sjálfboðaliða. Á samverunum er töluð íslenska og fá innflytjendurnir þannig tækifæri til að þjálfa sig í notkun íslenskunnar og auka við orðaforða sinn. Nú þegar eru þátttakendur frá Póllandi, Ítalíu og Tíbet.

Þeir sem vilja nýta sér þetta tækifæri og tala meiri íslensku geta haft samband við deildina og skráð sig. Fleiri sjálfboðaliðar óskast einnig í verkefnið og eru áhugasamir vinsamlega beðnir um að hafa samband. Hægt er að hringja í síma 554 6626 eða senda tölvupóst á kopavogur@redcross.is.

Visiting service for immigrants

A new project concerning the visiting service at the Kópavogur Branch has begun. It is meant to reach immigrants and prevent their social isolation as well as make it easier for them to adjust to Icelandic society. The project bears the title Do you want to speak more Icelandic? and is made up of weekly meetings of immigrants and Icelandic volunteers. Icelandic is spoken during the meetings and therefore, the immigrants get an opportunity to practice using the Icelandic language and increase their vocabulary. Now there are participants from Poland, Italy and Tibet.

Those who want to use this opportunity and speak more Icelandic can contact the Branch and sign up. More volunteers are also needed for this project and those who are interested please contact the Branch. The telephone number is 554 6626 and e-mail address kopavogur@redcross.is.