Námskeið hjá Kópavogsdeild í febrúar og mars

11. jan. 2012

Kópavogsdeild býður upp á hefðbundin námskeið í febrúar og mars og hér á síðunni er hægt að fá upplýsingar og skrá sig á þau. Þann 13. febrúar og 14. mars verða almenn skyndihjálparnámskeið þar sem farið verður yfir grundvallaratriðið í skyndihjálp og endurlífgun. Námskeiðið Slys og veikindi barna fer fram 6.-7. febrúar og 6.-7. mars. Þá verður meðal annars fjalla um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri.

Áhugasamir er eindregið hvattir til að skrá sig á námskeiðin með því að smella á hlekkina hér fyrir ofan eða hafa samband við deildina í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is. Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar fá ókeypis á námskeiðið og félagsmenn sem greitt hafa félagsgjaldið fyrir 2012 fá 10% afslátt af þátttökugjaldinu. Þátttakendur á öllum námskeiðunum fá staðfestingarskírteini frá Rauða krossinum.