Tíminn nýttur í að læra fatasaum

1. apr. 2009

Kópavogsdeildin býður upp á námskeið í fatasaumi í verkefninu Nýttu tímann en verkefnið samanstendur af námskeiðum, fyrirlestrum og samverum fyrir atvinnulausa og þá sem hafa þurft að minnka við sig vinnu. Námskeiðið í fatasaumi er einkar vinsælt og komust færri að en vildu. Tíu þátttakendur sitja námskeiðið en tveir sjálfboðaliðar hjá deildinni í verkefninu Föt sem framlag sjá um kennsluna. Núna stendur yfir önnur samveran á námskeiðinu í sjálfboðamiðstöðin en það er mánaðarlangt og samanstendur af alls fjórum samverum.

Verkefnið Nýttu tímann hófst í byrjun mars hjá deildinni og alls konar viðburðir eru í boði. Nýlega bættust svo við fleiri námskeið eins og hvernig efla megi framkomu sína og virkni, stofnun fyrirtækja og gerð viðskiptaáætlana. Frekari upplýsingar og skráning á alla viðburðina er að finna hér. Deildin er í samvinnu með Kópavogsbæ í þessu verkefni.