Skráning hafin á Börn og umhverfi

14. apr. 2009

Skráning er hafin á námskeiðið Börn og umhverfi hjá Kópavogsdeild Rauða krossins. Alls verða fjögur námskeið haldin hjá deildinni í apríl og maí. Námskeiðin hafa verið afar vinsæl undanfarin ár meðal ungmenna sem eru á 12. aldursári og eldri. Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Fjallað er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur og veitt ítarleg kennsla í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

Fyrsta námskeið: 27.-30. apríl kl. 17-20.
Annað námskeið: 4.-7. maí kl. 17-20.
Þriðja námskeið: 11.-14. maí kl. 17-20.
Fjórða námskeið: 25.-28. maí kl. 17-20. 

Námskeiðsgjald er 7.500 kr. Innifalin eru námskeiðsgögn, taska með skyndihjálparbúnaði og hressing.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að smella hér.