Fyrirlestur um heilsufar og matarræði á morgun, miðvikudag

21. apr. 2009

Kópavogsdeildin verður með fyrirlestur um heilsufar og matarræði í sjálfboðamiðstöðinni á morgun, miðvikudag. Fyrirlesturinn er hluti af verkefninu Nýttu tímann sem byrjaði hjá deildinni í mars. Á fyrirlestrinum verða teknar fyrir spurningar eins og: Hvaða þættir hafa áhrif á heilsufar okkar og hvernig er hægt að borða hollt en ódýrt? Fyrirlesturinn hefst kl. 10 og í lok hans verður boðið upp á léttan hádegisverð. Allir eru velkomnir!

Í verkefninu Nýttu tímann býður deildin upp á fjölda spennandi námskeiða og fyrirlestra auk samveru. Viðburðirnir eru á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum frá kl. 10-13 og eru fyrst og fremst ætlaðir atvinnulausum og þeim sem hafa þurft að minnka við sig vinnu, þeim að kostnaðarlausu, en viðburðirnir eru auðvitað opnir öllum. 

Upplýsingar um viðburðina og dagsetningar ásamt skráningu er að finna hér til hægri á síðunni undir “Á döfinni” eða með því að smella hér. Einnig má hafa samband við deildina í síma 554 6626 eða á kopavogur@redcross.is. Athugið að fjöldi þátttakenda á hvern viðburð er takmarkaður. Verkefnið er unnið í samvinnu við Kópavogsbæ en viðburðirnir fara fram í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar í Hamraborg 11, 2. hæð.