Þrjár vinkonur styrkja Rauða krossinn

24. apr. 2009

Valdís Birna Björnsdóttir, Lísa Björk Ólafsdóttir og Karen Björg Lindsey héldu tombólu á dögunum og söfnuðu 2.765 kr. Þær komu í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar með þennan afrakstur og gáfu Rauða krossinum. Þær höfðu orð á því að það hefði verið skemmtilegt að halda tombóluna og að þær hafi gert það til að hjálpa öðrum. Framlag stelpnanna rennur í sameiginlegan sjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.

Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í sjálfboðamiðstöðina alla virka daga á milli kl. 10-16.