Ungt fólk til áhrifa

30. apr. 2009

Unnur Tryggvadóttir Flóvenz, ungur sjálfboðaliði Kópavogsdeildar, var kosin varamaður í stjórn Ungmennahreyfingar Rauða krossins á landsfundi félagsins síðastliðinn laugardag. Unnur situr einnig sem formaður stýrihóps ungmennastarfs Kópavogsdeildar. Stýrihópurinn er samsettur af sjálfboðaliðum á aldrinum 17-23 ára.

Í vor hefur stýrihópurinn unnið að því að móta og þróa ungmennastarfið sem fengið hefur nafnið Plúsinn og er sérhannað fyrir fólk á aldrinum 16–24 ára. Markmið starfsins er að skapa grundvöll fyrir ungt fólk til þess að taka þátt í sjálfboðnu starfi og hafa áhrif á samfélagið sitt með ýmsum hætti, með markmið og hugsjónir Rauða krossins að leiðarljósi. Fjölbreytt verkefni eru í boði innan Plússins svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánari upplýsingar um þetta nýja verkefni Kópavogsdeildar má nálgast hér.