Myndir frá afhendingu fatapakka í Malaví sýndar í Sunnuhlíð

4. maí 2009

Konur á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð taka þátt í verkefninu Föt sem framlag hjá Kópavogsdeildinni með því að prjóna teppi og peysur. Teppunum og peysunum er pakkað í þar til gerða fatapakka ásamt öðrum prjónaflíkum frá sjálfboðaliðum deildarinnar og þeir sendir til Malaví.

Á dögunum bárust deildinni myndir frá dreifingu fatapakkanna í Malaví og í dag var haldin myndasýning í Sunnuhlíð. Þá fengu konurnar að sjá afrakstur vinnu sinnar kominn á leiðarenda til barna og fjölskyldna í neyð. Þeim fannst gaman að sjá myndirnar og þær voru þeim mikil hvatning að halda áfram handavinnu sinni.

Sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag prjóna, hekla og sauma fatnað á 0-12 mánaða gömul börn er markmiðið að mæta skorti á ungbarnafötum en í almennum fatasöfnunum berst minnst af barnafötum. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu geta haft samband við deildina í síma 554 6626 eða á netfangið kopavogur@redcross.is.

Fleiri myndir frá afhendingunni má sjá hér.