Kópavogsdeild óskar eftir garni og ungbarnafötum

19. jan. 2012

Deildin starfrækir verkefnið Föt sem framlag þar sem sjálfboðaliðar útbúa fatapakka til að senda til ungbarna í neyð í Malaví. Í pakkana fara prjónaðar flíkur sem og notuð föt en markmiðið með verkefninu er að mæta skorti á ungbarnafötum á svæðum þar sem neyð ríkir en í almennum fatasöfnunum berst minnst af barnafötum. Þeir sem eiga garn, garnafganga og ungbarnaföt aflögu og vilja aðstoða deildina í þessu verkefni geta komið í Rauðakrosshúsið í Hamraborg 11 með framlag sitt. Af ungbarnafötum er tekið á móti samfellum, nærfötum, peysum, buxum, sokkum og treyjum fyrir 0-12 mánaða.

Innihald fatapakkanna er staðlað fyrir 0-12 mánaða gömul börn og í hverjum pakka er ein peysa, húfa, tvær samfellur/nærföt, treyja, buxur, húfa, tvenn sokkapör, teppi, handklæði og fjórar taubleyjur.