Skráning hafin á námskeiðið Börn og umhverfi 25.-28. maí

14. maí 2009

Þriðja Börn og umhverfi námskeiðið sem Kópavogsdeildin heldur þetta árið verður 25.-28. maí. Námskeiðið er fyrir ungmenni á 12. aldursári og eldri. Þau læra mikilvæga þætti varðandi umgengni og framkomu við börn og eru þjálfuð í árangursríkum samskiptum, aga og umönnum. Þá er einnig fjallað um slysavarnir og algengar slysabætur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Ungmennin fá líka innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

Kennslan skiptist á fjögur kvöld og fer fram í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar í Hamraborg 11, 2. hæð, kl. 17-20. Þátttökugjaldið er 7.500 kr. og innifalið er námsgögn, hressing og skyndihjálparútbúnaður. Leiðbeinendur eru leikskólakennarar og hjúkrunarfræðingar. Þátttakendur fá staðfestingarskírteini að námskeiði loknu.

Hægt er að skrá á námskeiðið með því að smella hér.