Viltu taka þátt í skyndihjálparhópi Rauða krossins?

18. maí 2009

Skyndihjálparhópur ungmennastarfs Kópavogsdeildar sem vinnur í samstarfi við Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík óskar eftir sjálfboðaliðum til þess að taka þátt í skyndihjálparverkefnum í sumar.

Til þess að geta tekið þátt í starfinu þurfa umsækjendur að sækja grunnnámskeið Rauða krossins þann 28. maí næstkomandi. Auk þess mun hópurinn standa fyrir sérstöku skyndihjálparnámskeiði dagana 2.–4. júní í Rauðakrosshúsinu í Borgartúni 25. 

Ef þú hefur áhuga á því að taka þátt og vinna við skyndihjálp við fjölbreyttar aðstæður hafðu þá samband við Kópavogsdeild í síma 554 6626 eða á kopavogur@redcross.is.