Kirkjuferð heimilisfólksins í Sunnuhlíð

26. maí 2009

Á uppstigningardaginn, sem jafnframt er kirkjudagur aldraðra, hélt stór hópur íbúa í Sunnuhlíð ásamt aðstandendum til messu í Kópavogskirkju. Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar hafa árlega aðstoðað fólkið í þessari ferð við að komast til og frá kirkjunni og í kaffið í safnaðarheimilinu að lokinni messunni. Þeir sjá því um að keyra hjólastóla, finna sæti og kaffiveitingar fyrir fólkið og annað sem þarf að sjá um í ferðinni.

Sjálfboðaliðar deildarinnar í Sunnuhlíð aðstoða gjarnan í ferðum sem deildin skipuleggur fyrir heimilisfólk hjúkrunarheimilisins eins og vor- eða haustferðir. Sjálfboðaliðarnir sjá annars um afþreyingu og samverustundir í Sunnuhlíð flesta daga vikunnar með upplestri, söng eða heimsóknum með hunda.

Þeir sem hafa áhuga á að gerst sjálfboðaliðar í Sunnuhlíð geta haft samband við deildina í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is.