Gleðidagar - ókeypis sumarnámskeið fyrir börn

28. maí 2009

Rauði kross Íslands í samvinnu við Öldrunarráð Íslands og Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands stendur fyrir óvenjulegum sumarnámskeiðum fyrir börn undir yfirskriftinni Gleðidagar - ungur nemur, gamall temur.

Leiðbeinendur á námskeiðinu verða að mestu eldri borgarar og er hverjum í sjálfsvald sett hverju hann vill miðla til ungu kynslóðarinnar. Því er um ákaflega fjölbreytta dagskrá að ræða þar sem hugarflug og kunnátta þeirra eldri ræður för. Þetta getur til að mynda falist í gömlum leikjum, hnútabindingum, handavinnu, sögustundum, og kennslu í að kveðast á.

Námskeiðin eru haldin á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Hvert námskeið stendur í 5 daga. Kennt verður virka daga frá klukkan 9-16 og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Um er að ræða tilraunaverkefni til að tengja saman eldri og yngri kynslóðir þar sem markmiðið er að miðla gömlum gildum og þekkingu frá hinum eldri til hinna yngri.

Námskeiðin verða haldin á eftirfarandi stöðum:
8.-12. júní – Félagsstarfinu Gerðubergi, Gerðuberg 3-5, 111 Reykjavík
15.-19. júní – Félagsstarfinu Gerðubergi, Gerðuberg 3-5, 111 Reykjavík
22.-26. júní – Kópavogsdeild Rauða krossins, Hamraborg 11. 200 Kópavogi
29. júlí – 3. júlí – Kjósarsýsludeild Rauða krossins, Þverholti 7, 270 Mosfellsbæ
6. – 10. júlí – Akranesdeild Rauða krossins, Skólabraut 25a, 300 Akranesi

Skráning