Vorferð prjónahóps og heimsóknavina

29. maí 2009

Heimsóknavinir deildarinnar og sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag fóru í sameiginlega vorferð í gær til Grindavíkur. Tilgangurinn var að þakka sjálfboðaliðunum fyrir gott starf í vetur og eiga skemmtilega stund saman. Þetta var jafnframt lokasamvera þessara tveggja sjálfboðaliðahópa fyrir sumarfrí. Alls fóru þrjátíu konur í ferðina.

Fyrst var Saltfisksetur Íslands heimsótt þar sem sjálfboðaliðarnir kynntu sér sögu verkunar og sölu á saltfiski ásamt þýðingu hans fyrir þjóðarbúið í gegnum tíðina. Því næst var haldið til Grindavíkurdeildar Rauða krossins þar sem vel var tekið á móti hópnum. Hann hitti sjálfboðaliða Grindavíkurdeildarinnar og fékk kynningu á starfi þeirra. Þá var boðið upp á gómsæta súpu og Friðarliljurnar, sönghópur sjálfboðaliða í Grindavík, tóku svo lagið við góðar undirtektir gestanna úr Kópavogi. 

Sjálfboðaliðar í Saltfisksetrinu.

Kópavogsdeildin þakkar Grindavíkurdeildinni kærlega fyrir hlýjar og góðar móttökur.