Vinkonur styrkja Rauða krossinn með tombólu

4. jún. 2009

Vinkonurnar Oddný Björg Stefánsdóttir og Helga Lind Magnúsdóttir héldu tombólu á dögunum og söfnuðu alls 6.832 kr. Þær komu í sjálfboðamiðstöð deildarinnar og færðu Rauða krossinum söfnunarféð. Þær gengu í hús og búðir og söfnuðu dóti á tombóluna sem þær svo héldu fyrir utan Nóatún í Hamraborginni. Stelpurnar eru báðar í Kópavogsskóla og eru að ljúka fjórða bekk.

Framlag þeirra rennur í sameiginlegan sjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.

Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í sjálfboðamiðstöðina alla virka daga á milli kl. 10-16.