Nýtt skipurit Kópavogsdeildar komið á vefinn

10. jún. 2009

Á stjórnarfundi deildarinnar síðasta laugardag var samþykkt skipurit fyrir deildina. Þetta er í fyrsta skipti sem skipurit er útbúið yfir stjórnskipulag deildarinnar og hefur það verið sett hér inn á vefsíðuna undir „Um Kópavogsdeild”. Tilgangurinn er að gefa skýra mynd af stjórnskipulaginu og yfirsýn yfir þær nefndir, ráð og stjórnir sem deildin á fulltrúa í.

Hægt er að sjá skipuritið með því að smella hér.

Meðfylgjandi mynd er af stjórn og starfsmönnum deildarinnar en myndin var tekin á laugardaginn fyrir utan athvarfið Dvöl eftir fund stjórnarinnar.