Tombóla til styrktar Rauða krossinum

23. jún. 2009

Þær Ísgerður Sandra Ragnarsdóttir, Eva Wolanczyk, Ásta Margrét Guðnadóttir og Ágústa Ragnarsdóttir héldu tombólu á dögunum fyrir utan búðina 11/11 við Þverbrekku til styrktar Rauða krossinum. Þær komu í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar með afraksturinn, alls 10.227 kr. Þær höfðu safnað ýmsu dóti á tombóluna og sögðu að það hefði verið skemmtilegt að halda hana og að fólk hefði tekið þeim vel.

Framlag þeirra rennur í sameiginlegan sjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.

Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í sjálfboðamiðstöðina alla virka daga á milli kl. 10-16.