Sjálfboðamiðstöðin opnar aftur eftir sumarfrí

5. ágú. 2009

Sjálfboðamiðstöð deildarinnar er nú opin aftur og verður eins og áður opin frá kl. 10-16 alla virka daga. Undirbúningur er hafinn fyrir starfið á komandi vetri og öll helstu verkefni deildarinnar fara á fullt skrið á næstu vikum. Að vanda er óskað eftir sjálfboðaliðum til að sinna þeim. Sjálfboðaliða vantar í verkefni eins og Enter, Eldhuga og Alþjóðlega foreldra. Einnig er þörf á sjálfboðaliðum í Dvöl, athvarf fyrir geðfatlaða, í heimsóknaþjónustu og Föt sem framlag.

Upplýsingar um öll þessi verkefni má finna hér á síðunni. Einnig má fá upplýsingar með því að hringja í síma 554 6626. Eldri, sem og nýir sjálfboðaliðar, eru velkomnir til starfa. Þeir sem hafa áhuga á að bætast í sjálfboðaliðahópinn geta skráð sig með því að smella á þennan hlekk, hringja í símanúmerið hér fyrir ofan eða sent tölvupóst á [email protected].