Slys og veikindi barna 6. og 7. febrúar – nokkur laus pláss

31. jan. 2012

 

Enn eru nokkur laus pláss á námskeiðið slys og veikindi barna sem haldið verður dagana 6. og 7. febrúar n.k.. Kennslan fer fram í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi, Hamraborg 11, á 2. hæð kl.18 til 21 báða dagana. Hægt er að skrá sig beint á námskeið með því að smella hér. Einnig er hægt að senda tölvupóst á kopavogur@redcross.is eða hringja í síma 554-6626 og fá nánari upplýsingar.

Á námskeiðinu er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús o.fl.

Námskeiðin geta gagnast öllum þeim sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi.
 
Námskeiðsgjald: 8.000 kr. á mann en 7.000 kr. ef maki eða eldra systkyni tekur líka þátt. Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar fá ókeypis á námskeiðið og félagsmenn sem greitt hafa félagsgjaldið fyrir 2012 fá 10% afslátt.
Innifalin eru námskeiðsgögn og skírteini sem staðfestir þátttöku.
 
Leiðbeinandi er Sigrún Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur.