8.356 krónur söfnuðust á tombólu

21. ágú. 2009

Vinkonurnar Berglind Þorsteinsdóttir og Elva Arinbjarnar héldu tombólu um síðustu helgi fyrir utan Bónus við bæði Ögurhvarf og Smáratorg. Áður höfðu þær safnað dóti á tombóluna og afraksturinn varð alls 8.356 kr. Þær komu í sjálfboðamiðstöð deildarinnar og afhentu fjárframlag sitt en það verður notað í þágu barna í neyð erlendis. Elva er að fara í 5. bekk í Vatnsendaskóla og Berglind í 5. bekk í Digranesskóla.

Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í sjálfboðamiðstöðina alla virka daga á milli kl. 10-16.