Heimsóknavinir með hunda leiddu Laugavegsgöngu

31. ágú. 2009

Hin árlega Laugavegsganga Hundaræktarfélags Íslands var farin á laugardaginn síðastliðinn en þá ganga hundaeigendur með hunda sína niður Laugaveginn. Eins og undanfarin ár voru heimsóknavinir Rauða krossins sem heimsækja með hunda sína í broddi fylkingar. Þeir hundar sem heimsækja á vegum Rauða krossins eru með sérstaka klúta merkta félaginu og stóðu þeir sig með stakri prýði í göngunni.

Heimsóknavinir sem heimsækja með hunda sína fara allir á sérstakt undirbúningsnámskeið fyrir heimsóknavini og hundarnir þurfa allir að fara í mat þar sem skoðað er hversu vel þeir henta í heimsóknir. Þá er einnig haldinn sérstakur upplýsingafundur fyrir hundavinina áður en þeir fara í sína fyrstu heimsókn.

Þeir sem hafa áhuga á að gerast heimsóknavinir með hunda eða fá til sín hundaheimsókn eru hvattir til að hafa samband við Kópavogsdeild í síma 554 6626 eða með tölvupósti á [email protected].