Finnsk ungmenni heimsækja sjálfboðamiðstöðina

3. sep. 2009

Landssamband æskulýðsfélaga á Íslandi hélt fund í sjálfboðamiðstöðinni á dögunum fyrir finnsk ungmenni búsett í Svíþjóð. Á fundinum var starfsemi Landssambands æskulýðsfélaga kynnt og hópurinn ræddi um stöðu ungmenna í löndunum tveimur. Auk þess að fá innsýn í þessa starfsemi var tilgangur heimsóknarinnar til Íslands að kynnast landi og þjóð.

Ungmennin eru félagsmenn í sænsk-finnskum æskulýðssamtökum þar í landi en tilgangur þeirra er að vernda hagsmuni finnska ungmenna í Svíþjóð.