Alþjóðlegir foreldrar hittast á fimmtudaginn

7. sep. 2009

Fyrsta samvera alþjóðlegra foreldra á nýju hausti verður fimmtudaginn 10. september. Á samverunum býður deildin velkomna foreldra allra landa sem eru með börn á aldrinum 0-6 ára. Reglulega er boðið upp á fjölbreyttar kynningar eða fræðslu sem tengist börnum. Dagskráin þetta haustið samanstendur meðal annars af kennslu í ungbarnanuddi og fræðslu um mat og svefn barna, svo eitthvað sé nefnt. Leikföng eru á staðnum fyrir börnin og þátttaka er ókeypis. Allir eru velkomnir, innfæddir og innflytjendur, hvort sem þeir tala enga eða einhverja íslensku.

Þeir sem vilja taka þátt geta haft samband við deildina í síma 554 6626 eða með tölvupósti á [email protected]. Alþjóðlegu foreldrarnir hittast í sjálfboðamiðstöð deildarinnar alla fimmtudaga fram í desember frá kl. 10-12. Hægt er að sjá alla dagskrá haustsins með því að smella hér.