Verkefni deildarinnar kynnt hjá félagsþjónustu Kópavogs

28. sep. 2009

Verkefnastjóri sjálfboðamiðstöðvar kynnti fyrir helgi verkefni deildarinnar fyrir starfsmönnum félagsþjónustu Kópavogs. Verkefnastjórinn fór yfir heimsóknaþjónustuna, fataverkefnið, alþjóðlega foreldra, námsaðstoð, ungmennastarfið og önnur verkefni sem skjólstæðingar félagsþjónustunnar gætu mögulega haft gagn af. Starfsmennirnir vita þá betur hvað deildin býður upp á og geta sett skjólstæðinga sína í samband við hana varðandi aðstoð og þjónustu. Gott og mikið samstarf er á milli deildarinnar og félagsþjónustunnar varðandi hin ýmsu mál.

Upplýsingar um öll verkefni deildarinnar er að finna hér á síðunni en einnig má fá frekari upplýsingar í síma 554 6626 eða með tölvupósti á [email protected].