Ungbarnanudd á samveru foreldra á fimmtudaginn

29. sep. 2009

Það verður boðið upp á ungbarnanudd á samveru foreldra á fimmtudaginn þar sem þeim verður kennt að nudda barnið sitt . Foreldrarnir hittast vikulega með lítil börn sín á aldrinum 0-6 ára og eiga ánægjulegar samverustundir saman. Foreldrarnir eru íslenskir og erlendir en eiga allir sameiginlegt að vera heima með lítil börn.

Reglulega er boðið upp á fræðslu og kynningar sem oftar en ekki tengjast börnum. Leikföng eru fyrir börnin á staðnum og léttar veitingar eru í boði. Ýmislegt fleira verður í boði á samverunum þetta haustið, eins og fræðsla um svefn barna, dagvistunarmál og mat barna. Samverurnar eru á fimmtudögum frá kl. 10-12.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu geta haft samband við deildina í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopa[email protected].