Barnafataskiptimarkaður í Rauðakrosshúsinu

2. okt. 2009

Rauði krossinn stendur fyrir skiptimarkaði með barnaföt fram að jólum í Rauðakrosshúsinu Borgartúni 25. Markaðurinn verður opinn alla þriðjudaga klukkan 13:30 – 17:00 og miðvikudaga klukkan 12:00 - 13:00 og byrjar þriðjudaginn 6. október.

Þema októbermánaðar verður útiföt og vetrarskór/stígvél, nóvembermánaðar íþróttaföt og íþróttaskór og í desember spariföt og leikföng.

Fólk getur komið með vörur og fær skipt í aðrar stærðir eða öðruvísi föt.

Nú þegar vetur er að ganga í garð þurfa börnin hlý útiföt, stígvél og hlýjan skófatnað. Komdu endilega með notuð föt og skiptu í stærri eða öðruvísi fatnað.

Ókeypis fyrir alla – láttu sjá þig!