Prjónavörur til sölu í sjálfboðamiðstöðinni í Hamraborg

6. okt. 2009

Í sjálfboðamiðstöðinni eru til sölu prjónavörur sem sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag hafa prjónað. Til sölu eru sokkar og vettlingar í öllum stærðum og gerðum, húfur, treflar, ungbarnateppi og peysur á börn. Andvirði sölunnar er nýtt til garnkaupa fyrir sjálfboðaliðana en auk þessa varnings prjóna þeir ungbarnaföt fyrir börn í neyð í Malaví í Afríku. Þá eru prjónaflíkur þeirra einnig seldar í Rauða kross búðunum á höfuðborgarsvæðinu.

Hægt er að gera góð kaup á prjónavörunum í sjálfboðamiðstöðinni og þær hafa verið vinsælar afmælis- og sængurgjafir.

Þeir sem vilja gerast félagsmenn í Kópavogsdeild geta haft samband í síma 554 6626 eða skráð sig hér.