Stuðningur í Hjálparsímanum 1717

7. okt. 2009

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er gjaldfrjáls sími sem er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda vegna einsemdar, kvíða, þunglyndis, depurðar, efnahagsáhyggja eða jafnvel sjálfsvígshugsana. Hjálparsíminn 1717 gegnir því hlutverki að veita ráðgjöf til fólks á öllum aldri sem óskar eftir stuðningi. Starfsmenn og sjálfboðaliðar símans veita upplýsingar um hvar megi leita frekari úrræða ásamt því að veita sálrænan stuðning.

Hjálparsíminn er landsverkefni allra deilda Rauða krossins og Kópavogsdeild tekur þátt í því með fjármagni og sjálfboðaliðum. Þeir sjálfboðaliðar sem svara í símann eru sérþjálfaðir í meðal annars viðtalstækni, virkri hlustun, sálrænum stuðningi og skyndihjálp. Sjálfboðaliðarnir eru allir bundnir þagnarskyldu og algjörum trúnaði er heitið við hvern þann sem hringir í Hjálparsímann. Auk þess kemur númerið 1717 ekki fram á símreikningum.

Þeir sem vilja gerast félagsmenn í Kópavogsdeild geta haft samband í síma 554 6626 eða skráð sig hér.