Rauðakrossvika 12.-17. október

11. okt. 2009

Rauði kross Íslands stendur fyrir kynningarviku 12.-17. október þar sem áhersla verður lögð á að kynna starfsemi félagsins innanlands. Tilgangurinn er einnig að fá sjálfboðaliða til liðs við félagið sem eru reiðubúnir að svara kalli á tímum áfalla og rétta þolendum áfalla hjálparhönd. Þessi sjálfboðaliðar munu tilheyra hópnum Liðsauki og verkefni þeirra yrðu margvísleg eins og að svara í síma og veita upplýsingar, gæta barna, veita skyndihjálp og sálrænan stuðning, útbúa mat og skrá upplýsingar. Þessa vikuna leggur Kópavogsdeild einnig áherslu á að fjölga félagsmönnum í deildinni og sendir frá sér sérstakt kynningarefni á öll heimili í Kópavogi af því tilefni. Þannig leitast hún við að efla starf sitt í þágu þeirra sem þurfa á aðstoð að halda í Kópavogi.

Þeir sem vilja gerast félagsmenn í Kópavogsdeild geta haft samband í síma 554 6626 eða skráð sig hér.