Rauði krossinn og Mæðrastyrksnefnd veita neyðaraðstoð í Kópavogi

20. okt. 2009

Kópavogsdeild Rauða krossins og Mæðrastyrksnefnd Kópavogs hafa gert samkomulag um neyðaraðstoð við bágstadda einstaklinga og fjölskyldur í Kópavogi fyrir jólin.

Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar og Mæðrastyrksnefndar úthluta matvörum, fatnaði og fleiri nauðsynjum vegna jólanna í húsnæði nefndarinnar að Fannborg 5 dagana 15., 16. og 17. desember kl. 16-19. Tekið er við umsóknum hjá Kópavogsdeild, Hamraborg 11, alla virka daga kl. 10-16. Mæðrastyrksnefnd tekur við umsóknum í húsnæði nefndarinnar  þann 24. nóvember kl.16-18, 1.desember kl.14-18 og 3. desember kl.17-19.

Auk tímabundinnar aðstoðar fyrir jólin úthlutar Rauði krossinn notuðum fatnaði alla miðvikudaga kl. 10-14 að Laugavegi 116, Grettisgötumegin.

Rauði krossinn og Mæðrastyrksnefnd hvetja fyrirtæki og stofnanir til að styrkja hjálparstarfið fyrir jólin með vörum eða fjárframlögum. Rauði krossinn þarf á talsverðum fjölda sjálfboðaliða að halda vegna verkefnisins og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is.