Námskeið um slys og veikindi barna

23. okt. 2009

Kópavogsdeild heldur námskeiðið Slys og veikindi barna 9. og 11. nóvember næstkomandi. Á námskeiðinu er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Meðal annars er leiðbeint í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna og andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús. Námskeiðið getur gagnast öllum þeim sem umgangast börn, hvort sem er í starfi eða daglegu lífi.

Hægt er að skrá sig með því að smella hér. Námskeiðsgjaldið er 6.500 kr. á mann en 5.000 kr. ef maki eða eldra systkini tekur líka þátt. Sjálfboðaliðar deildarinnar fá frítt á námskeiðið og þeir félagsmenn sem hafa greitt árgjaldið fá 10% afslátt.

Þeir sem vilja gerast félagsmenn í Kópavogsdeild geta haft samband í síma 554 6626 eða skráð sig hér.