Fræðslukvöld á morgun, fimmtudag

28. okt. 2009

Kópavogsdeild stendur fyrir fræðslukvöldi fyrir sjálfboðaliða sína fimmtudaginn 29. október frá kl. 20-21.30. Viðfangsefnið verður verkefni Rauða krossins á hættu- og neyðartímum. Verkefnastjóri frá Landsskrifstofu Rauða krossins, Jón Brynjar Birgisson, mun fjalla um þetta efni og þá sérstaklega hlutverk sjálfboðaliða varðandi viðbrögð við jarðskjálfta, eldgosi og inflúensu ásamt annarri hættu og áföllum. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.

Þeir sem vilja gerast félagsmenn í Kópavogsdeild geta haft samband í síma 554 6626 eða skráð sig hér.