Tónlist hjá Alþjóðlegum foreldrum

30. okt. 2009

Alþjóðlegir foreldrar fengu heimsókn í gær frá Helgu Rut Guðmundsdóttur hjá Tónagulli en þar eru haldin námskeið með tónlist og dansi fyrir foreldra og börn þeirra. Helga kynnti starfsemi Tónagulls og leiddi hópinn í leikjum með tónlist. Hún spilaði á gítar og foreldrarnir sungu og dönsuðu með börnin sín. Þau fengu einnig hristur til að leika sér með og það ríkti því mikil gleði á samverunni.

Alþjóðlegir foreldrar hittast alla fimmtudaga frá kl. 10-12. Deildin býður velkomna foreldra allra landa sem eru með börn á aldrinum 0-6 ára og vilja hitta aðra með lítil börn. Boðið er upp samverur og reglulega fara fram fjölbreyttar kynningar eða fræðsla. Í haust hefur verið fræðsla um svefn barna og dagvistun og boðið upp á ungbarnanudd.

Leikföng fyrir börnin eru á staðnum og léttar veitingar eru í boði. Þátttaka er ókeypis. Allir eru velkomnir, innfæddir og innflytjendur, hvort sem þeir tala enga eða einhverja íslensku.

Þeir sem vilja gerast félagsmenn í Kópavogsdeild geta haft samband í síma 554 6626 eða skráð sig hér.